Vellankatla: eru miklar uppsprettur grunnvatns í lítlum krók inn úr norð-austanverðu Vatnsviki við Þingvallavatn, rétt vestan við Böðvarshól, þar sem bílvegurinn og gamla reiðgatan skerast.


Vellankatla er líklega eitt þekktasta dæmið um uppsprettur grunnvatns  enda er hennar getið í kaflanum um kristintökuna í Íslendingabók Ara Fróða.


Þarna streymir grunnvatnið fram undan hraununum 2,8 – 3,5°C heitt og er þarna ein meginaðfærsla lindavatns í Þingvallavatn.