Flekakenningin

Sú kennig sem best skýrir hreyfingar jarðskorpunnar er flekakenningin. Hún byggir á botnskriðskenningunni og gerir ráð fyrir að jarðskorpan skiptist í fleka sem fljóta á seigfljótandi lághraðalagi möttulsins — deighvolfinu. Þeir eru sífellt í myndun á flekaskilum við miðhafshryggina en eyðast á flekamótunum í djúpálum og við fellingafjöll. Flekarnir eru knúnir áfram af uppstreymi efnis í möttulstrókum og rekur flekana í þá áttina þar sem mótstaðan er minnst hverju sinni. Slíkri hreyfingu yfir kúluflöt má lýsa sem snúningi um pól. Hryggjaásarnir brotna því upp í þrepstíga búta sem tengjast saman með þversprungum, þverbrotabeltum, er ná í mörgum tilfellum langt út fyrir hryggina. Þessar þversprungur eru ekki venjuleg sniðgengi því hreyfing er aðeins á þeim hluta þeirra sem nær milli hryggjaásanna og tengir þá saman. Þann hluta mætti kalla þvergengi. ◊.



Sjá kort með helstur jarðskorpuflekunum


Sjá kort með heitum reitum á jörðinni.


Sjá kort yfir helstu jarðskjálftasvæði jarðar .





Sjá INDEXL → landrek.