Uppruni jarðhitavatnsins

Rannsóknir á tvívetnisinnihaldi jarðhitavatns og úrkomu á jarðhitasvæðum þóttu benda til þess að vatn þeirra hefði fallið á hálendinu og væri því víðast hvar komið langt að. Með tvívetni (2H eða D) er átt við mismunandi samsætur vetnis í vatnssameindinni, þ.e. vetnissamsætur með massatöluna 2 í stað 1. Í regnvatni, sem fellur við ströndina, er hærra hlutfall vetnissamsæta með massatöluna 2 en í regnvatni sem er léttara og fellur á hálendinu.


Gert var ráð fyrir að úrkoman hefði fallið við sömu veðurfarsskilyrði og nú og að þau hefðu lítið breyst síðustu 8000 árin. Nú má hins vegar lesa úr ískjörnum Grænlandsjökuls að veðurskilyrðin hafi verið breytileg.


Frekari rannsóknir á vetnissamsætum, súrefnissamsætum og klórinnihaldi í jarðhitavatni benda til þess að það eigi að mestu uppruna sinn að rekja til staðbundinnar úrkomu og að um mörg ólík vatnskerfi geti verið að ræða á tiltölulega litlu landsvæði. Þannig má t.d. greina á milli þriggja aðskilinna vatnskerfa í landi Suður-Reykja og Mosfellsdal og sama má segja um jarðhitavatnið í Laugarnesi ◊. og í Elliðaárdal.



Aldur jarðhitavatns á nokkrum stöðum: |T|