Dyngjufjöll eru mikil megineldstöð á miðjum sprungusveimi í Ódáðahrauni norðan Vatnajökuls. ◊. Hluti Dyngjufjalla virðast hafa lyfst við misgengi jarðlaga skömmu áður en þau hraungos urðu er leiddu til myndunar aðalöskjunnar fyrir um 7000 árum. Aðalaskjan, sem er um 45 km2, er því basaltaskja. Súr innskot finnast á fáeinum stöðum í Dyngjufjöllum en súru bergi gaus eldstöðin fyrst í sprengigosi 1875 þegar hún gaus um 2,0 km3 af rýólíti.  Við þetta gos myndaðist önnur askja sem er 11 km2 að flatarmáli í basaltöskjunni sem fyrir var. Þessi askja hefur fyllst af grunnvatni og í henni er dýpsta vatn landsins, Öskjuvatn 217 m djúpt. Þóleiítgos hafa síðan orðið í Öskju árin 1921, ’22, ’23, ’26 ’29 og ’61.


Víti sem er norðan Öskjuvatns myndaðist líklega við gufusprengingu undir lok gossins 1875.



Til baka í öskjur.