Gjall- og klepragígaraðir eru víða þar sem gosið hefur apalhrauni á sprungum. Sprungugos af þessari gerð eru mjög algeng hér á landi og einkennandi fyrir eldvirkni landsins og virðist svo hafa verið frá upphafi jarðsögu Íslands.


Þekktustu gígaraðir af þessari gerð eru Lakagígar og Lúdentsborgir.


Hraun Skaftárelda kom upp í Lakagígum og rann það yfir eldri hraun. Þessi eldri hraun voru t.d. Meðallandshraun sem er nokkurra þúsund ára en það rann líklega úr eldri gígum á Lakasvæðinu og Landbrotshraun sem rann frá Eldgjá í gosi, líklega árið 934 ± 2. ◊. lengsta gjall- og klepragígaröð hér á landi er í Öskjukerfinu og kallast Sveina- og Randarhóla-gígaröðin. Hún er uþb. 75 km löng og er talin mynduð fyrir 11 þúsund árum. Gígaröðin er skorin sundur af Jökulsárgljúfrum við Hafragilsfoss skammt norðan við Dettifoss.


Þjórsárhraunið kom upp í nágrenni Veiðivatna, nánar tiltekið í sigdalnum Heljargjá fyrir tæpum 8000 árum. Þaðan rann hraunið niður á láglendi milli Þjórsár og Ölfusár og til sjávar um 140 km leið. Hraunið er talið vera 953 km2 að flatarmáli og er rúmmál þess líklega um 22 km3. Þjórsárhraun er því talið stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni síðan ísöld lauk fyrir 10.000 árum, bæði hvað varðar útbreiðslu og rúmtak.


Til baka í blandgos hrauna og gjósku.