Stórkornótt er storkuberg kallað þegar kristallarnir eru svo stórir að þeir verða auðveldlega þekktir og flokkaðir með berum augum. Stærð þeirra mælist þá gjarna í cm.

Dæmi:

Granít, sem storknað hefur sem djúpberg í berghleifum djúpt undir fellingafjöllum, er stórkornótt vegna hægrar og jafnrar storknunar.

Mjög stórkornótt berg (pegmatít)  myndast oft úr kvikuvessum og kvikugufum við útjaðar berghleifa.

Til baka í innri einkenni.