Með innri gerð storkubergs er einkum átt við einkenni bergsins sem stafa af vaxtarhætti frumsteinda í bráðinni kvikunni áður en hún storknaði. Efnainnihald og aðstæður við storknun ráða mestu um vöxt kristalla í kvikunni. Kristöllun má lýsa gróflega með hugtökunum glerkennt, dulkornótt, smákornótt, stórkornótt og dílótt.