Helstu gosefni og myndanir gosbergs

Eldgos geta verið misjöfn að eðli og hegðun eftir því hvort um er að ræða t.d. hrein hraungos eða þeytigos. Einnig getur verið um blöndu af þessu tvennu að ræða og eru gosin þá sögð blönduð. Gosefnin og gosbergsmyndanirnar, sem myndast við eldgos, fara að miklu leyti eftir eðli gossins.


Hraungos eru algengust þegar basísk kvika rennur upp á yfirborðið. Í basískri kviku eru margir þættir eins og t.d. óbundnar jónir sem koma í veg fyrir fjölliðun sameindanna og kvikan er því mjög þunnfljótandi. Í súrri kviku er það nær eingöngu vatn sem kemur í veg fyrir fjölliðun og eykst seigjan°° því mjög þegar vatnsgufan rýkur úr kvikunni í gosinu. Súr kvika veldur því oftast kraftmiklum þeytigosum.


Gosefni og gosmyndanir má flokka í þrjá meginflokka eftir gerð. Þeir eru:

  1. lofttegundir
  2. gjóska
  3. föst gosefni