Heulandít

Heulandít myndar plötulaga kristalla eða kristalbúnt með skelplötugljáa á kleyfnifletinum b sbr.   Það er glært eða hálfglært, stöku sinnum lítið eitt bleiklitað; [heulandite].


Heulandít — helstu einkenni
F: (Ca,Na2)Al2Si7O18 · 6H2O
×× Mónóklín H: 3,5 - 4
Gl: Skelplötugljái, glergljái Em: 2.1- 2,2
Li: Glær, hvítur, rauðleitur #  Mjög góð
F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka,
Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur.