Þróun landplantna

Á landi varð hægfara þróun plantna, einkum blómplantna. Engin skörp skil eru í þróun landplantna við upphaf tertíer. Skógar höfðu þá þegar fengið nútímalegt útlit og blómplöntum hélt jafnt og þétt áfram að fjölga og ættkvíslir þeirra sem nú lifa komu fram. Helmingur þeirra tegunda blómplantna sem uxu við upphaf ólígósen fyrir um 37 milljón árum lifa nú. Elstu rósir eru t.d. frá síð-eósen.


Helsti viðburður í þróun plantna á forna tímabilinu var þróun grasa. Þó svo að grösin væru komin fram fyrir lok paleósen náðu þau ekki fullri útbreiðslu fyrr en á ólígósen og míósen. Fyrstu grösin uxu líklega í skógum eða fenjum. Líkt og þekkist hjá sefplöntum á flæðilöndum uxu laufblöð grasa ekki stöðugt eins og gerist hjá grösum nú. Grasbítar héldu því útbreiðslu þeirra niðri og það var ekki fyrr en þau höfðu þróað þennan eiginleika með sér að þau gátu lagt undir sig stór landsvæði og haldið velli þrátt fyrir mikla beit grasbíta. Vegna mikils fjölda einstaklinga hentaði skordýrafrævun þeim illa en þess í stað þróuðu þau vindfrævun með sér.