Líf í höfum og vötnumm

Charles Darwin hafði veitt því athygli að breytingar hjá hryggleysingjum gerðust hægar en hjá hryggdýrum enda urðu aðeins smávægilegar breytingar á hryggleysingjafánu sjávardýra á tiltölulega stuttu nýjatímabilinu.


Þær breytingar á dýralífi hafanna á nýja tímabilinu, sem mesta athygli vekja er þróun hryggdýra - hvalanna. Á míósen kom fram fjöldi hvalategunda og þar á meðal fyrstu búrhvalir (tannhvalir) en þeir eru rándýr. Einnig komu fram skíðishvalir sem lifðu á svifi. Höfrungar (tannhvalir) komu sömuleiðis fram á ármíósen.


Í grunni fæðupíramídans fjölgaði götungum á ný sem höfðu næstum orðið útdauða á eósen. Margir þeirra eru góðir einkennissteingervingar.


Meginbreytingin á botnsjávarlífverum (frá fornlífsöld) var myndun þörungahryggja á kóralrifjum. Nútíma-kóralrif eru gerð úr misleitu lífrænu kalkseti. Uppistaðan er að mestu úr stoðgrindum lífvera, aðallega kórala, sem er svo límd saman með leifum kalkþörunga.


Í um milljónir ára höfðu kalkþörungar leitast við að byggja upp rif en þeir náðu ekki að verða nægilega sterkir til að standast brim við strendur úthafa. Sú vörn sem kalkþörungarnir mynda fyrir úthafsöldunni gerir það hins vegar að verkum að kóralrifin hafa, frá því á míósen, þrifist vel fram með ströndum meginlanda í hitabeltinu.


Ólíkt kísilþörungum í höfum byrjuðu ferskvatnskísilþörungar ekki að þróast fyrr en á miðlífsöld. Á míósen finnast um 2000 tegundir ferskvatns-kísilþörunga og þeir höfðu þá þegar myndað undirstöðu fæðupýramídans bæði sem svif og botngróður.