götungar: heiti einfruma frumdýra (dýrasvif) sem teljast til undirfylkingarinnar [Rhizopoda, (foraminifera)]. Götungar lifa flestir í höfunum, ýmist sem svif eða botnlægir. Þeir mynda stoðgrind, (hólfaða skel) úr kalsíti sem yfirleitt eru frá 0,1 til 1 mm (100 - 1000µm) að stærð.


Götungar finnast í seti frá kambríum til nútíma og eru mikilvægir sem steingervingar. Af þeim má auðveldlega lesa sveiflur í loftslagi og vegna þess hve útbreiddir þeir eru og líftími hverrar tegundar tiltölulega stuttur (5 - 15 milljón ár) eru þeir mikilvægir til aldursgreiningar á berglögum þeas. sem einkennissteingervingar.


Nokkrar myndir af skeljum götunga


Globigerina götungar:


Af útdauðum götungum má nefna fusulinid- og númmulít-götunga [nummulites].


Fusulinid-götungar komu fram á ár-kolatímabilinu og urðu útdauða í perm-útdauðanum fyrir 251 Má. Flóknar skeljar sumra tegunda þessarra einfruma lífvera gátu orðið allt að 5 cm langar.


Númmulít-götungar [nummulites], sem lifðu á bilinu 66,4 – 1,6 Má og voru mjög áberandi fyrir 57,8 – 36,6 Má. Kalkstein sem að mestu leyti er úr þessum götungum er að finna í norðanverðri Sahara og eru pýramídarnir í Gizeha gerðir úr þessum kalksteini.