Svifið

Sennilega skildu margar tegundir sviflífvera ekki eftir sig steingervinga en nokkrar gerðir eru þó vel varðveittar í setbergi frá upphafi miðlífsaldar. Fátt er um leifar acritarcha sem sýnir að þeir höfðu ekki náð sér aftur á strik eftir útdauðann í lok devon. Aftur á móti juku skoruþörungar [dinoflagellata], sem komið höfðu fram á silúr, mjög á fjölbreytni sína á miðjúra og eru enn undirstaða fæðu í höfunum nú. Nanno-kalksvifið, kokkólítar annar mikilvægur lifandi þörungur, komu fram á trías. Nú er þessa sviflægu þörunga aðallega að finna í hitabeltissjó og kalkskeljum þeirra rignir stöðugt niður á hafsbotninn þar sem þær stuðla að myndun setlaga.