Forsöguleg lega meginlanda

Sökum þess að bergmyndanir krítartímabilsins hafa orðið fyrir minni myndbreytingu og rofi en eldri berglög er þar að finna mikið af steingervingaauðugum setlagasyrpum ýmist mynduðum í sjó eða á landi frá þessu tímabili. Auk þess er að finna setlög frá krít á djúpsjávarbotni andstætt setlögum frá trías og júra sem þar eru sjaldgæf. Þessi mismunur sýnir fram á að flekahreyfingarnar eru nægilega hraðar til þess að setlög á sjávarbotni eldri en frá krít hafa sokkið í djúpálunum. Tiltölulega mikið magn setlaga á hafsbotni frá krít gera okkur kleift að rekja ferli landfræðilegra breytinga á þessu tímabili. Viðbótarupplýsingar fást af steingervingum dulfrævinga frá síðkrít en þessar plöntur eru einkar viðkvæmar fyrir loftslagsbreytingum.



Afstaða meginlanda við K/T-mörkin:


Afstaða meginlanda á síðkrít:


Afstaða meginlanda á síðjúra:


Sjá síðu um Alpa-fellinguna.