Krítartímabilið

Mestan hluta krítartímabilsins var sjávarstaða hærri en nú er. Útbreitt grunnsjávarset á meginlöndum ásamt djúpsjávarseti og setlögum sem orðið hafa til á þurru landi benda til þess að krítartímabilið hafi verið tímabil mikilla breytinga. Sum setlaganna hafa ummyndast í hart berg líkt og flest setlög eldri tímabila en mörg eru úr linri leðju eða sandi líkt og flest setlög nýlífsaldar. Steingervingar krítartímabilsins bera líka bæði forn og nútíma einkenni. Á meðal þeirra má finna mikilvægar útdauðar ættkvíslir eins og risaeðlur og ammóníta og ennfremur nútíma ættkvíslir blómplantna og fiska sem eru á meðal þeirra fjölbreytilegustu nú. Á krítartímabilinu byrjuðu meginlöndin að reka í átt til þeirrar stöðu sem þau hafa nú. Í upphafi tímabilsins lágu meginlöndin þétt saman og var Gondvanaland áberandi í suðri. Í lok tímabilsins hafði Atlantshafið þó víkkað og Gondvanaland hafði brotnað upp í smærri meginlönd.


Krítartímabilinu var fyrst lýst opinberlega 1882 af Frakkanum d'Omalius D'Halloy. Mörgum árum áður höfðu menn gert sér grein fyrir því að setberg krítartímabilsins myndaði setlagabil ólíkt setbergi júratímabilsins sem undir lá og yngri setlaga sem lágu ofnaá og eru nú eignuð nýlífsöld. Nafnið krít er dregið af latneska orðinu creta sem merkir kalksteinn en hann myndaðist víða og í miklu magni á hafsbotni síðkrítar. Þessi áberandi hvíti kalksteinn sem sést einkar vel í Seaford Head og The Seven Sisters við Ermarsund í Austur-Sussex í Englandi og hinum megin sundsins við Étretat í Normandí norðan Signuósa. Einnig sést kalksteinninn Møns-klint ◊. og Stevns Klint í Danmörku. Hann er aðallega úr smásæjum skelplötum kokkólíta (nannosvif) sem hvorki fyrr né síðar hafa náð meiri blóma en á síðkrít. ◊.