Ísaldir frumlífsaldar

Snemma á frumlífsöld (árpróterósóikum) virðast ísaldir hafa gengið yfir jörðina. Erfitt er að segja til um nákvæman aldur en jökulberg frá jöklum þeirra hvílir á 2.600 Má bergi og í því finnast 2.100 Má innskot. Síðan tók við tímabil án kuldaskeiða í sem stóð í 1.200 Má. Á cryogen-tímabilinu frá 850 Má þar til fyrir 630 Má árum gengu ísaldir yfir jörðina. ◊. Sú síðasta skildi ummerki eftir sig á öllum stærstu núverandi meginlöndum utan Suðurskautslandsins. Líklega hefur loftslag jarðar verið afar kalt á þessu síðasta kuldaskeiði því að ummerki frá því er að finna víða í Ástralíu sem á þessum tíma virðist hafa legið innan 30. breiddargráðu frá miðbaug.



Sjá snjókúlujörð.