Við lok trías á miðlífsöld varð enn einn fjöldaútdauðinn. Meir en 20% af 300 ættum hryggleysingja og hryggdýra sem lifðu í sjó dóu út þar á meðal conodontarnir og ýmsar sjávareðlur. Á landi voru það einkum skordýr, þeleðlur, boleðlur |T| og stór froskdýr sem urðu illa úti. Um svipað leyti komu fram dýr sem áttu eftir að setja mikinn svip á dýrasamfélög og má þar nefna risaeðlur, sjávareðlur, flugeðlur og spendýr. Þessi útdauði virðist standa yfir í nokkrar Má og virðist sem um þrjár meginhrinur hafi verið að ræða. Talið er að loftlagsbreytingar, þurrara loftslag, hafi haft mest áhrifa á útdauða ferfætlinga á landi. Á sama tíma átti sér stað mikil afflæði sjávar og minnkandi fellingafjallamyndun samfara því að verulega dró úr jarðskorpuhreyfingum og plötureki. Við þessi ferli drógust grunnhöf talsvert saman og lífsvæði stórra hópa hurfu. Í kjölfarið virðist sem súrefnisinihald sjávar hafi minnkað enn á ný. Einnig hefur komið fram sú kenning að loftsteinn eða halastjarna hafi rekist á jörðina, en í Kanada hefur fundist stór gígur frá þessu tímabili jarðsögunnar.



Sjá tvöföldu línurnar (=)á myndinni af jarðsögutöflunni: ◊.


Graf með skýringum, sem sýnir helstu útdauðana: