froskdýr: flokkur blóðkaldra [ectothermic], líknarbelgslausra [Anamnia], hreistulausra hryggdýra, lifa bæð í legi og á láði á lífsferli sínum. Til þeirra teljast froskar, körtur, salamöndrur, kambsalamöndrur og caecilians; [frog, toad, salamander, newt, caecilian].


Á fræðimáli eru þessi dýr flokkuð sem [amphibian] en orðið er dregið af gríska orðinu amphibios sem merkir „að lifa tvöföldu lífi“. Sum þessara dýra eru þó fullkomin landdýr á meðan önnur halda sig nánast eingöngu í vatni.


Núlifandi froskar gjóta eggum (hrognum) í vatni ◊. og eru þau frjóvguð í vatninu hjá langflestum tegundanna. Eggin klekjast út og upp vaxa halakörtur með ytri tálkn. Útlimir vaxa á körturnar og upp vex froskungi með útlimi og lítinn hala. Loks vex upp fullvaxta froskur án hala. Halakörturnar eru jurtaætur en fullorðnir froskar eru rándýr.


Sjá samanburð á núlifandi froskdýrum og skriðdýrum: |T|


Núlifandi ættbálkar froskdýra eru:


  Flokkur: Froskdýr [Amphibia] Elstu landhryggdýr en þau eru háð vatni við tímgun. ◊.
    Undirflokkur: [Labyrinthodontia, Stegocephalia]
devon - trías
Frumstæð froskdýr með heilli höfuðkúpu og marbrotinni innri byggungu tanna. Sum náðu talsverðri stærð.
    Undirflokkur: [Lepospondyli] kol - ?  
    Undirflokkur: [Lissamphibia] Núlifandi froskdýr
      Ættbálkur: [Anura] miðlífsöld - nútími Froskar, körtur og dýr skyld þeim. Eru án hala og með sterka afturlimi sem hæfa til stökks. (um 5.070 tegundir)
      Ættbálkur: [Caudata eða Urodela] snemma á miðlífsöld - nútími Salamöndrur og kambsalamöndrur og dýr skyld þeim. Þessi dýr hafa hala og fram- og afturfætur sem eru líkir að stærð (570 teg.) ◊.
      Ættbálkur: [Apoda eða caecilian] Caecilians eru án útlima, ormlaga og sérhæft til grafa sig í jarðveg. (170 teg.)

Forn froskdýr eru álitin vera fyrst ferfætlinga [Tetrapod] til að skríða á land og því tengiliður fiska og skriðdýra í þróunarsögunni — froskdýrin fornu eru talin fyrstu land-hryggdýrin. ◊.


Líkt og hjá núlifandi froskdýrum er ekki að sjá að forn froskdýr hafi verið jurtaætur en þar með er allt talið sem þessi dýr hafa sameiginlegt. Samanborið við núlifandi froskdýr voru þau fornu stór dýr (30 cm til 1 m). Beinagrind þeirra var þung úr sterkum beinum með brjóstkassa og með sterka fætur. Í mörgum tilfellum eru greinileg ummerki um sterka húð með brynju úr beini eða hreistri.


Þessi mismunur bendir til þess að lifnaðarhættir fornu froskdýranna hafi verið gerólíkir þeim sem tíðkast hjá núlifandi froskdýrum. Stór brjóstkassi og hreistrug húð bendir til að dýrin hafi andað með lungum eingöngu. Þung beinagrindin bendir einnig til að hafi getað gengið á þurru og líklega voru þau árásargjörn rándýr.


◊. ◊. ◊.


◊.