Í lok devon „öld fiskanna“ átti þriðja meiriháttar útdauðaferlið sér stað og var það jafnframt meðal þeirra allra stærstu í jarðsögunni, en um 70% tegunda í sjó dóu út. Útdauðinn átti sér stað í fimm bylgjum með stuttu millibili á um 1-1,5 Má tímabili. Kóralrifin urðu einna verst úti sem og armfætlur, en um 75% armfætlutegunda hurfu af sjónarsviðinu. Um 90% plöntusvifstegunda dóu út og frumstæðum brynháfum og conodontum fækkaði mikið. Á landi dóu frumstæðar tegundir froskdýra og lítt harðgerðra plantna út. Talið er að helstu áðstæður þessa mikla útdauða séu annarsvegar mikil kólnun andrúmslofts vegna jökulmyndunar og hinsvegar lágt súrefnismagn í sjó. Einnig hefur verið bent á áhrif loftsteina, en í lok devon voru árekstrar loftsteina við jörðina fremur algengir.



Sjá tvöföldu línurnar (=)á myndinni af jarðsögutöflunni: ◊.


Graf með skýringum, sem sýnir helstu útdauðana: