Upphaf lífs á jörðu

Charles Darwin varð fyrstur manna til að benda á að líklega hafi verið krökkt af lífverum á jörðinni fyrir kambríumtímabilið, en átti um leið erfitt með að útskýra hvers vegna ekki fyndust jarðlög auðug af steingervingum frá þessum fyrstu skeiðum. Síðar kom í ljós að Darwin hafði rétt fyrir sér í þessum efnum. Ein af fyrstu lífverunum á jörðinni voru blábakteríur einfrumungar) er mynduðu mottur sem síðar hörðnuðu og urðu að mottubergi [stromotolite]. Ekki er skrýtið að steingervingafræðingum nítjándu aldar sæist yfir þessar myndanir. Elstu steingerðu leifar þessara baktería fundust árið 1970 í Ástralíu og eru þær taldar 3,5 Gá gamlar. Þó er talið að lífið hafi verið komið fram mun fyrr, en leifar kolefnissamsæta (13C/12C) í svipuðu hlutfalli og er einkennandi fyrir lífheiminn hafa fundist í setlögum á Grænlandi sem eru 3.850 Má gömul.


Ástralskir jarðfræðingar fundu í lok síðustu aldar 2,7 Gá gamalt leirlag sem í greindust steraefni, en himnur sem umlykja frumur og einstaka frumuparta heilkjörnunga eru styrktar steraefnum sem koma ekki fram í frumum dreifkjörnunga. Í framhaldi var ályktað sem svo að hér gæti verið um elstu kjörnunga að ræða. Með vissu er vitað að heilkjörnungar voru komnir fram fyrir um 1,4 Gá.


Elstu þekktu steingervingar fjölfrumu þörunga eru taldir 2,1 Gá.


Sjá yfirlitsmynd upphafsaldar:


Sjá yfirlitsmynd frumlífsaldar: