Greining á steingervingum

Greining getur oft á tíðum verið erfiðleikum bundin því yfirleitt erum við aðeins með harða líkamsparta eftir og öll mjúku líffærin horfin, t.d. hjá samlokum þar sem aðeins skelin ein er eftir. Byrjað var að flokka lífverur eftir útliti, en það er grundvöllurinn að þeirri flokkun sem notuð er í dag, þ.e. um er að ræða formflokkun. Um aldamótin 1700 var byrjað að flokka lífverur og voru Frakkar einna duglegastir. Þó var það Svíinn Carl von Linné (1707 – 1778) sem lagði grunn að því kerfi sem dýr og plöntur eru flokkuð eftir í dag og birt var í „Systema Naturae“ árið 1735. Árið 1737 kom út önnur bók eftir Linné „Genera plantarum“ (ættkvísl plantna) og þá notaði hann ekki eingöngu útlit til að flokka eftir heldur líka æxlunarfæri plantna. Árið 1753 birtist eftir Linné ritið „Species plantarum“ og var hann þar með kominn með þá plöntuflokkun sem notuð er í dag. Að auki kom Linné fram með binomen-nafngiftarkerfið, þ.e. tvínefniskerfið, þar sem hver tegund fékk nafn á latínu sem myndað er úr tveimur orðum, ættkvíslarheitinu og tegundarheitinu, ekki eins og áður þar sem nafnið gat verið margar línur sem gerði alla flokkun mjög flókna.


Aðeins má nota bókstafi sem notaðir eru í latínu og bæði orðin skulu vera skáletruð (undirstrikuð). Aðeins má nota bókstafi sem notaðir eru í latínu og bæði orðin skulu vera skáletruð (undirstrikuð). Ættkvíslarheitið byrjar ávallt á stórum staf, en tegundarheitið á litlum. Sem dæmi má taka smyrslinginn Mya truncata.


Þetta er góð nafngift því fram kemur hvernig dýrið lítur út og hvernig það lifir. Það sýndi sig að tvínefniskerfið var mjög gott fyrir plöntur og dýr og í framhaldi voru gefnar út reglur um það hvernig ætti að gefa dýrum og plöntum nöfn, þ.e. nafngiftarreglur. Gefi einhver tegund nafn og skrifi það rangt í byrjun má ekki breyta því seinna meir nema eftir ákveðnum reglum.



    Dæmi Dæmi
Fylking undir chordata mollusca
Flokkur yfir/undir mammalia bivalvia
Ættbálkur yfir/undir primates desmodonta
Ætt yfir/undir hominidae Myidae
Ættkvísl undir Homo Mya
Tegund undir Homo sapiens Mya truncata
Uppbygging flokkunarkerfisins


Eftir mikil fundarhöld á alþjóðaþingum dýrafræðinga á árunum 1889-1958 voru núgildandi reglur endanlega samþykktar á alþjóðaþingi dýrafræðinga í London árið 1958. Ákveðið var að nota 10. útgáfu „Systema Naturae“, sem kom út árið 1758, sem upphafsár að nafngiftarkerfi dýra, en í þessari útgáfu var endanlegt nafngiftarkerfi sett fram fyrir dýrin. Fyrir plöntur var notað útgáfuár „Species plantarium“ (1753) sem upphafsár að nafngiftarkerfinu. Sem fyrr segir var dýrum raðað niður í kerfi eftir útliti. Árið 1859 reyndi Charles Darwin að raða hópunum niður eftir skyldleikaröð og endurskoðaði kerfið. Margir hópar voru færðir svo úr varð ansi flókið mál. Af þessu leiddi að í nafngiftarreglurnar kom sú viðbót að á eftir nafni lífveru ætti að koma fram nafn á höfundi og ártal sem þýðir að mögulegt er að sjá hvenær tegundinni var gefið nafnið og hver gerði það, t.d. Mya truncata Linné,1758.


Þegar lýst er nýrri tegund verður a.m.k. að finna ein 10 eintök og lýsa einu þeirra sem staðaleintaki og koma fyrir á náttúrgripasafni. Í dag er varla tekið við greinum í tímarit nema farið sé eftir nafngiftarreglunum.


Dæmi um rithátt (á íslensku, ensku og þýsku).



Sjá Darwinius masillae og grein sem gefin er upp í heimildalista.