Myndun meginlandskjarna

Gera má ráð fyrir því að í fyrstu hafi jörðin verið umlukin basískri úthafsskorpu. Hafi neðansjávargos náð að mynda eyjar gat rof hafist og þar með myndun setlaga. Elstu setlögin hafa þá líklega myndað mjóar landgrunnsræmur fram með eylöndunum. Ekki er ólíklegt að eyjabogar með flekamótum hafi fljótlega náð að myndast og þar með hlutbráðnun og myndun stórra graníthleifa. Fyrstu eyjabogana hefur síðan rekið saman og síðan hafa fleiri fylgt á eftir uns komin var meginlandsskorpa, vísir að meginlandskjarna. Meginlandskjarnar eru hluti meginlandsskorpu sem hefur verið stöðug og án fellingahreyfinga í meira en 1000 Má. Meginlandskjarnar eru yfirleitt úr myndbreyttu bergi eða storkubergi sem orðið hefur til í rótum löngu eyddra fellingafjalla. Í samhverfunum eru oft grænsteinabelti. (b)


Önnur tilgáta um myndun fyrstu meginlandsskorpu er sú að úthafsskorpa hafi hlaðist upp yfir heitum reit ekki ólíkt og gerst hefur hér á Íslandi. Þegar berglagastaflinn er orðinn nægilega þykkur sígur hann svo djúpt að hlutbráðnun og framleiðsla á andesíti eða íslandíti getur átt sér stað. ◊.


Í þessu sambandi er oft bent á þá hlutbráðnun sem virðist eiga sér stað á íslenska gosbeltinu.



Sjá: ennfremur.