Setberg

Set kallast það þegar ný jarðlög verða til úr bergmylsnu eða efnisögnum sem setjast til eða falla út og mynda ný jarðlög. Setberg er gróflega flokkað eftir myndunarhætti í molaberg og efnaset. Flokkunin er fyrst og fremst gerð til að hægt sé að lýsa setinu á skipulegan hátt og gera sér grein fyrir þeim aðstæðum sem ríktu þegar setið settist til.


Setberg greinist í þrjá meginflokka:
1) Molaberg er útbreiddasta gerð setbergs og er hún úr samanlímdri bergmylsnu þar sem kornin eru af ýmsum stærðum. |T|
2) Efnaset af ólífrænum uppruna myndað útfellingum efna í sjó eða vatni og oft við vissar aðstæður í lífríkinu.
3) Efnaset af lífrænum uppruna Að mestum hluta úr steingerðum, oft brotnum, leifum lífvera.
Setberg einkennist af lagskiptingu sem oft er lárétt þegar myndun á sér stað.
  Molaberg    
    Set Setberg
      möl
  sandur
  méla, silt
  leir, leðja
  völuberg
  sandsteinn
  siltsteinn
  leirsteinn
  Efnaset
    Af ólífrænum uppruna Af lífrænum uppruna
      kvarsberg (chert)

  gufunarset
  steinsalt
  gifs ◊.
  anhýdrít

  kalksteinn
  kol
Helstu gerðir setbergs.


Veðrun og rof veldur því að berg molnar niður og flyst af einum stað á annan þar sem mylsnan sest til. Þessi öfl eru sífellt að verki og því verður set nánast hvarvetna á vegi okkar. Með tíð og tíma límist setið saman og verður að föstu bergi sem nefnist setberg. Yfirleitt byrjar þetta neðst í staflanum vegna þunga og þrýstings frá þeim lögum sem yfir liggja. Hversu hratt setið harðnar fer þó eftir ýmsum aðstæðum. Set úr óstöðugum glerkenndum efnum eins og eldfjallaaska límist fljótt saman einkum með holufyllingum sem verða til úr efnum sem leysast úr kornunum. Það tekur hins vegar hreinan kvarssand miklu lengri tíma að límast saman og í sumum tilfellum harðnar hann aldrei almennilega.


Hér á landi er storkuberg og þá einkum gosberg algengasta bergið en sé miðað við jörðina alla er setberg lang algengast á yfirborði jarðar og þekur það þá yfirleitt storkuberg og myndbreytt berg. Hvarvetna erlendis í klettum, í gljúfrum, meðfram vegum og í öðrum opnum má sjá þykka setlagastafla. Fljótlega var mönnum ljóst að hér væri um samanlímda bergmylsnu að ræða og af skrifum Grikkja löngu fyrir Krist má sjá að þeir höfðu gert sér grein fyrir myndun setbergs. Löngu seinna eða á 15. öld skrifaði Leonardo da Vinci um sambandið milli rofs, sets og setbergs. Hann sá skyldleikann milli setbergs hátt í fjöllum Norður-Ítalíu og fjörusandsins við ströndina.


Í setbergi má sjá ýmis sömu einkenni og greinast í storkubergi eins og t.d. helstu myndunarsteindir, mynstur og lit. Það eru þó fleiri einkenni sem eru ólík en lík hjá þessum bergtegundum og því leitum við svara við öðrum og ólíkum spurningum varðandi setbergið. Þessar spurningar geta t.d. verið: Hvaðan kom setið? Hvernig var það flutt? Hvers vegna settist það til? Hvaða ályktanir getum við dregið varðandi umhverfisþætti á fyrri tímum jarðsögunnar. Aðferðir við að lýsa setbergi og flokka það miða að því að leita svara við spurningunum.

Molaberg

Nákvæm athugun á setbergi leiðir í ljós að möl eða sandkorn eru bergmylsna. |T| Undir smásjá sést að ýmsar breytingar hafa átt sér stað á kornunum. Feldspatar hafa t.d. breyst í leir við efnaveðrun. Stærð kornanna er svo notuð við flokkun setsins.


Sé set myndað úr bergmylsnu sem orðið hefur til við veðrun og rof storkubergs hvernig er þá hægt að segja til um hvort um sé að ræða setberg eða storkuberg? Auk greinilegrar lagskiptingar setsins er mynstur setbergs einnig frábrugðin mynstri storkubergs. Þannig er uppröðun korna í setbergi mjög frábrugðin því sem gerist í storkubergi. Í storkubergi eru kornin oftast óregluleg að lögun og liggja þétt upp að hvoru öðru og krækjast jafnvel saman en í seti eru þau oftast núin eftir flutning á þann stað þar sem þau settust til og haldið saman af límmassa. Öfugt við storkuberg er steingervinga oft að finna í setbergi.

Efnaset

Set sem myndast við útfellingar á yfirborði jarðar kallast efnaset. Það sem einkum einkennir hinar ýmsu tegundir þess er að þær eru flestar úr einni og sömu myndunarsteindinni. Efnaseti má skipta í tvo flokka: Efnaset af ólífrænum og lífrænum uppruna. Af ólífrænum uppruna eru einkum útfellingar uppleystra efna í sjó og vötnum, jarðvegi og við hveri.

Flutningur sets.

Bergmylsna flyst úr stað á marga vegu, ýmist niður hlíðar fjalla undan eigin þunga eða með ám og lækjum eða jöklum. Í sérhverju tilfelli einkennist setmyndunin af flutningsleiðinni. Þannig mynda skriður set þar sem öllum kornastærðum ægir saman. Sama er að segja um jökulborið set sem ýmist hefur sest til undir jöklinum sem botnurð eða framan við hann sem jökulgarðar (mórenur).

Nýmyndun steinda

Nýmyndun steinda í seti gerist eftir að það hefur sest til og um leið og það breytist smám saman í setberg. Hér er þó hvorki átt við veðrun né myndbreytingu. Í fyrstu þjappast setið saman undan þunga þeirra laga sem ofan á leggjast og gropur þess minnka. Ýmis efnasambönd í grunnvatninu falla út og líma kornin saman. Oftast er hér um kalsít að ræða en kísill kemur þó einnig oft við sögu. Eftir að setlögin hafa fergst geta óstöðugar kristalgerðir umkristallast í stöðugri gerðir og á þetta einkum við um gropinn kalkstein sem myndast hefur í rifjum.


Mikilvægar efnafræðilegar breytingar eiga sér einnig stað í seti. Þar sem súrefni er til staðar rotna lífrænar leifar hratt og mynda þá koldíoxíð og vatn. Sé súrefni ekki til staðar rotnar lífræna efnið ekki, heldur breytist smám saman í kolefni og myndar þannig mó og síðar kol. Á sama hátt geta lífrænar olíur og fita breyst í kolefnisauðugar leifar, kolvetnissambönd.



Sjá einnig: Efnisyfirlit /=> Jarðfræði Íslands /=> Set og setberg.