Tertíertímabilið

Nafnið tertíer á rætur sínar að rekja til bernskuára jarðfræðinnar. Ítalinn Giovanni Arduino (1714-1795), sem hafði mikinn áhuga á námugreftri og nýtingu jarðefna, er oft talinn faðir ítalskrar jarðfræði. Hann lagði á vissan hátt grunnin að aldurslagafræði og var frumkvöðull í að skýra aldur jarðlaga út frá steingervingum. Arduino stakk upp á að flokka berglög jarðskorpunnar í primary, secondary, tertiary og quarterary. Hugtakið tertíer átti upptök sín að rekja til rannsókna hans á lítt hörðnuðum montes tertiarii setlög við rætur ítölsku Alpanna. Seinna var tertíer skilgreint nánar og rök færð fyrir viðmiðunarsniðum í Frakklandi. Eósen, míósen og plíósen voru t.d. tilnefnd af Charles Lyell árið 1832 eftir hlutfalli núlifandi tegunda í steingervingafánu hryggleysingja í þessum lögum. Þannig áttu 3% af steingerðum hryggleysingum eósen að lifa enn, 17% af míósenfánunni og 50-67% af plíósenfánunni. Hugtakið ólígósen var tilnefnt af August von Beyrich árið 1854 og hugtakið paleósen var tilnefnt 20 árum seinna af Wilhelm Schimper. ◊.


Jarðsögutafla: ◊.


Yfirlitsmyndir: