Vætukarsi [Nasturtium officinale]
[En: Watercress; Dk: Tykskulpet brøndkarse; De: Brunnenkresse]
Vætukarsi er fjölær planta af krossblómaætt [Cruciferae] og á heimkynni sitt í Evrópu. Blaðanna er neytt sem grænmetis enda eru þau rík af mikilvægum bætiefnum eins og C-vítamíni, fólínsýru (B-vítamín), járni, joði, prótíni, kalsíum og fósfór. Vætukarsi er einnig sagður innihalda andoxandi efni. |
![]() |
Vætukarsi |
|