Þorskhnakki steiktur í Ponko raspi

  • þorskhnakki
  • egg
  • Panko rasp (hvítt og ókryddað)
  • smjör
  • ólífuolía
  • pipar
  • sjávarsalt
Aðferð:
Gæta þarf þess að fiskstykkið [fillet] sé þurrt og þá er það sneitt niðurí mátulegar sneiðar.
Eggin eru þeytt í skál
Panko raspi er hellt í aðra skál
Viðloðunarfrí panna er hituð með smá olíu í (6/9) og bökkunarofn settur á 170°C yfir-/undirhiti. Pannan þaarf að þola þetta hitastig í ofninum.
Fiskstykkjunum er velt í þeyttu egginu og síðan í Panko raspinu og síðan komið fyrir á pönnunni. Steikt í ca. 3 mín eða uns raspið brúnast aðeins
Fiskstykkjunum er snúið við og steikt á hinni hliðinni í jafn langan tíma.
Slökkvið undir pönnunni, kryddið fiskstykkin með pipar og saltið örlítið. Leggið síðan þunnar smörskífur yfir fiskstykkin og setjið pönnuna síðan inn í bakarofninn og látið hana vera þar í 10 mín.
Þorskurinn tilbúinn á pönnunni.