Þorskhnakki á grænmetisbeði
Ferskur þorskur, fremri hluti flaksins („hnakkinn“) Icelandic Cod Loins without skin |
800 g þorskhnakki Sveppir Laukur (má skipta út með blaðlauk) Paprika Afhýdd græn epli Tómatar Súltönur Beltisþari (malaður í lófa) Furuhnetur Niðursoðnir og skornir tómatar (td. Hunt's diced með basil, hvítlauk og oreganó). Ólífuolía Sjávarsalt Marsala eldhúsvín eða portvín Pipar svartur og hvítur Chilli pipar, þurrkaður (td. Red Hot Cilli Flakes) |
![]() |
Fyrir bökun | |
![]() |
|
Eftir bökun | |
Framkvæmd: | |
Sveppir | Sneiddir niður og brúnaðir |
Laukur (skorinn í „teninga“)
Paprika *) Græn epli *) Tómatar *) Súltönur (litlar ljósar og steinlausar rúsínur) *) Furuhnetur |
Saxað niður og hitað á pönnu ásamt sveppunum í matarolíu. Látið krauma uns paprikan og laukurinn eru orðin vel meir |
Niðursoðnir og skornir tómatar (td. Hunt's diced með basil, hvítlauk og oreganó). | Innihaldi dósarinnar hellt út í pönnuna |
Sjávarsalt Marsala eldhúsvín eða portvín Pipar svartur og hvítur Chilli pipar, þurrkaður (td. Red Hot Cilli Flakes) |
Saltað, og kryddað og matarvíninu bætt útí. Látið krauma um stund þannig að vínandinn gufi upp. |
Ofangreint þarf að vera í pönnu sem þolir að vera í ofni við 170°C í 25 mínútur. | |
Þorskflakið | Fiskurinn skorinn í 2,5 – 3,0 cm þykkar sneiðar og raðað á grænmetisblönduna líkt og sýnt er á myndinni. Ofurlitlu sjávarsalti stráð yfir fiskinn. |
Bakað í ofni í 25 mínútur við 170°C. | |
Borði fram með hrísgrjónum. | |
Til prentunar | |