Tapenade
Tapenade er ólífumauk sem á ættir sínar að rekja til suðurfranskrar matargerðar. Helstu innihaldsefnin eru úrsteinaðar ólífur, ansjósur og þurrkað kapers. Blandan sem myndast er notuð sem viðbit á brauð eða ídýfusósa.
Grunnefni tapenade eru úrsteinaðar ólífur og kapers. Ólífurnar (oftast svartar ólífur) og kapers eru saxað smátt, mulið í mortéli eða blandara. Síðan er ólífuolíu bætt út í smám saman uns blandan verður að mauki.
Á ýmsum svæðum er tapenade oft bragðbætt öðrum efnum eins og hvítlauk, kryddjurtum, ansjósu, sítrónusafa og koníaki.
Á ýmsum svæðum er tapenade oft bragðbætt öðrum efnum eins og hvítlauk, kryddjurtum, ansjósu, sítrónusafa og koníaki. |
![]() |