Sveppasósa



Sveppasósa með nauta- eða lambakjöti. Þetta er einföld og góð uppskrift að góðri sveppasósu.



  • 200 g sveppir [matkempa eða ætisveppur; La: Agaricus bisporus]
  • 25 g smjör
  • 250 mL matreiðslurjómi 15%
  • 10 mL hvítvín
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1 msk ferskt timjan
  • salt og pipar
Aðferð:

Bræðið smjörið í potti. Saxið sveppina og brúnið á miðlungshita, bætið hvítlauknum og timjan saman við eftir 2-3 mínútur. Steikið áfram á miðlungshita í 5 mínútur. Hellið hvítvíni út og sjóðið niður þar til hvítvínið hefur gufað upp að mestu. Bætið rjómanum út á og látið malla þar til að sósan hefur þykknað vel. Bragðið til með salti og pipar.


Til Prentunar