Spaghetti
Spaghetti eru langir, grannir, sívalir pastaþræðir. Það er grunnfæða hefðbundinnar ítalskrar matargerðar. Eins og annað pasta er spaghetti gert úr möluðu hveiti, vatni og stundum auðgað með vítamínum og steinefnum. Ítalskt spaghetti er venjulega búið til úr durum-hveiti semolina (þe. grófmalað durum-hveiti). Yfirleitt er pastað hvítt vegna þess að notað er hreinsað hveiti, en heilhveiti má bæta við. Spaghettoni er þykkri gereð af spaghettí en spaghettini er þynnri gerð Capellini er mjög granntt spaghetti en vermicelli vísar til milligildleika, mismunandi milli Bandaríkjanna og Ítalíu. Upphaflega var spaghetti sérstaklega langt, en styttri lengdir náðu vinsældum á síðari hluta 20. aldar og nú er það oftast fáanlegt í 25–30 cm lengdum. Margs konar pastaréttir eru byggðir á því og er það oft borið fram með tómatsósu, kjöti eða grænmeti. Spaghetti er fleirtölumynd ítalska orðsins spaghetto, sem er smækkun á spago, sem þýðir „grannur strengur“ eða „tvinni“. |
![]() |
Spaghetti hengt upp tilþerris | |
![]() |
|
Spaghetti |