Sandkaka



Efni:
  • 250 g smjörlíki
  • 250 g sykur
  • 250 g hveiti
  • 5 egg
  • 1 tsk. sítrónudropar
  • ¼ tsk. matarsódi, natrón, NaHCO3.
Skammturinn dugar í tvö 9 dL form.



Aðferð:
Mjúku smjörlíki og sykri hrært saman og hveitinu bætt í.

Sítrónudropunum og eggjunum bætt í einu og einu og hrært vel á milli.

Deiginu hellt í smurt sandkökuform og bakað við 170°C í eina klst og 25 mín í forhituðum ofni.