Salvía eða sage [Salvia officinalis]


[En: common sage, sage; Dk: lægesalvie, læge-salvie; De: Echte Salbei, Salbei]


Salvía eða sage er kryddjurt ættuð sunnan frá Miðjarðarhafi. Hún gefur gott bragð í kalkúna- og kjúklingafyllingu og er mikið notuð í kálfa- og svínakjötsrétti, svo og í rétti úr fuglakjöti og feitum fiski. Hún fer sérlega vel með öllum feitum mat og auðveldar meltingu hans. Salvía á líka vel við ýmsa baunarétti, tómatsósur, ostarétti ofl.

Þurrkuð salvía er bragðsterkari en fersk og því betra að nota hana í litlu magni.