Sachertorte, à la Hasler



Efni
  • 150 g smjör
  • 5 eggjarauður
  • 5 eggjahvítur
  • 150 g sykur
  • 150 g möndlur eða heslihnetur með hýði
  • 100 g mjólkursúkkulaði (Lindt)
  • 50 g dökkt súkkulaði 70%
  • -----
  • 10 g flórsykur
Aðferð

Kökuform með lausum botni og klemmu, springform 25,5 cm [10“]


Möndlunar (heslihneturnar) eru malaðar með hýði í fín korn.


Rauða og hvíta eggjanna 5 eru skilin að og rauðan geymd sér en hvítan þeytt uns hún er orðin stíf. Þá er hún færð í aðra skál.


Smjörið þarf að vera við stofuhita og það er skorið í litla teninga og síðan hrært í deig. Eggjarauðunum er bætt útí og hrært vel saman. Sykrinum er bætt útí og hrært vel. Möluðu möndlunum er síðan bætt útí og hrært vel.


Þegar deigið er tilbúið er súkkulaðið brætt í vatnsbaði [bain de Marie] og að síðustu hellt útí og blandað vel saman við deigið.


Eggjahvítufrauðinu er síðan blandað saman við deigið með handhræru.


Botn kökuformsins er þakinn með bökunarpappír og hann ásamt börmunum smurðir vel með smjöri. Deiginu er hellt varlega í formið og dreift yfir botninn.


Bakað við 180°C í ofni með blæstri reðan við miðju í eina klst.


Kökunni er hvolft af kökubotninum á grind þara sem hún er látin kólna.


Flórsykri er stráð yfir kalda kökuna.