Bolognese ragù
|
|
Stór pottur settur á miðlungs hita og setjið saxaða grísafleskið í pottinn og eldið uns allur vökvi frá fleskinu hefur gufað upp. Setjið nautahakkið í pottinn og hrærið vel í þannig að kornin aðskiljist og brúnist varlega. Komið kjötinu fyrir í skál og setjið til hliðar.
Setjið smjör í pottinn og hitið við meðalhita. Bætið saxaða lauknum, gulrótunum og selleríinu í pottinn og látið krauma uns laukurinn er orðinn gullinn. Bætið tómatpasta út í og látið krauma í 5 mínútur til viðbótar – hrærið af og til. Hellið kjötinu sem lagt var til hliðar út í pottinn, hækkið hitann og bætið rauðvíninu út í. Eldið við háan hita í 2 mínútur. Setjið lok yfir pottinn og færið hitann á lágt hitastig. Látið ragùið a La Bolognese krauma varlega í amk. 3 klst. Kjörið má ekki verða of þurrt. Hellið mjólkinni út í og eldið áfram í 40 mínútur |
|