Ef ætlunin er ða færa myndefni frá Photoshop yfir í Illustrator þannig að bakgrunnur sé gagnsær (transparent) er myndin sem slík í Photoshop vistuð sem *.psd-skrá og opnuð í Illustrator.
Í Illustrator opnast Photoshop Inport Option valgluggi og þar skal velja:
[✓] Convert Photoshop layers to objects. Hægt er að haka við preview.
Eftir að skráin hefur verið opnuð í Illustrator má draga myndina yfir í Illustrator-skjalið þar sem á að nota hana.