Pönnukökur



Pönnukökur GT
  • 250 g hveiti, ca. 2 bollar (bollamál)
  • 1 tsk sódi (Sodium Bicarbonate)
  • 1 matskeið sykur ~ 15 g
  • 2 - 3 egg
  • 75 g smjörlíki (ca. 1 cm af smjörlíkisstykki)
    Ath: Smjör má alls ekki nota í stað smjörlíkis.
  • ca. 0,75 L mjólk
Smjörlíkið er brætt á pönnukökupönnunni en þess gætt að það verði ekki of heitt.

Að minnsta kosti ⅔ af mjólkinni er hellt í skál og hveitinu sáldrað (rtv. sigtað) útí um leið og hrært er í og sódanum bætt í.

Eggin pískuð í skál og hellt út í ásamt smjörlíkisbráðinu af pönninni. Deigið er þynnt með mjólk uns það er orðið álíka þunnt eða aðeins þykkra en 36% rjómi.

Pannan hituð í 7/9 (miðað er við span hellu)

Deiginu er hellt á heita og hallandi pönnuna yfir skálinni með deiginu þannig að það þeki pönnubotninn og það sem umfram verður renni aftur í skálina.

Miðað er við 24 - 25 cm grunna og viðloðunarfría pönnu.

Skammturinn dugar í uþb. 20 þunnar pönnukökur.


Viðloðunarfrí pönnukökupanna.
Barmarnir á þessari pönnu eru 11 mm háir.