Piparrót, [Armoracia rusticana]
Dk: peberrod; En: horseradish; De: Meerrettich
Piparrót er fjölær jurt af krossblómaætt með löngum blöðum og sívölum rótarhnýðum með sterkt bragð og lykt. Rótin er notuð sem grænmeti, krydd í mat og í náttúrulyfjum. Úr henni er gerð svokölluð piparrótarsósa sem viðbit með öðrum mat. |
|
Piparrót verður allt að 1,5 m há, með hárlausum skærgrænum óflipuðum laufum allt að 1 m löng og gæti þess vegna verið tekin í misgriðum fyrir njóla (Rumex). Krónublöðin eru 4 hvít og ilmandi. Plantan er fyrst og fremst ræktuð vegna stóru, hvítu, aflöngu rótarinnar. Plantan er ágeng líkt og njólinn og þarf því að takmarka útbreiðsluna. | ![]() |
Ósnortin piparrótarrótin hefur lítinn ilm en Þegar hún er skorin eða rifin mynda ensím innan úr plöntufrumunum sinigrin til að framleiða Allyl isothiocyanate (sinnepsolía), sem ertir slímhimnur í ennis- og kinnholum og augum. Þegar piparrótin kemst í ferskt loft eða hita, missir hún sterka bragðið, dökknar hún og myndar beiskt bragð. | ![]() |
Piparrót er mjög C-vítamínrík og inniheldur td. þrisvar sinnum meira af því en sítrónur og á miðöldum var piparrót notuð við skyrbjúg. |