Grænmetið í allri sinni dýrð, sætir ávextir, kjúklingur eða jafnvel afgangur af fiski, bragðmikið beikon, ólífurnar saltar og eilítið beiskar og ostur er blanda sem ekki bregst.
Í raun vonlaust að gera vont salat þegar þessu er blandað saman.
1 bakki Spínatkál
1 bakki annað blaðkál (td. Lambhaga salat)
1 stk eldaður kjúklingur (skinn tekið af), brytjaður og settur í skál.
Yfir hann hellir maður HUNT'S "Honey hickory BBC sause" sem er eingöngu til að bragðbæta og gera réttinn ennþá betri.
Alls ekki nauðsynlegt.
500 gr. PENNE pasta ( eða annað pasta sem hver vill ) soðið e. leiðbeiningum
1 krukka svartar ólífur (teknar í tvennt)
1 krukka fetaostur í olíu
2 sætar paprikur, saxaðar niður
1 lítil pakkning BACON, steikt og klippt niður kalt.
½ Cantalup melóna skorin í teninga
500 gr. bláber
250 gr. jarðarber
1 mangó, skorið í teninga.
Það er ekki nauðsynlegt að vera með alla þessu ávexti. Alveg nóg að velja tvenns konar.
Gróft raspaður Parmesan eða annar góður ostur t.d. Gouda skorinn í teninga Gúrka, skorin í bita
Öllu blandað saman í skál og borðið fram með brauði ef vill. [Það þ;ykir samt ekki góð latína að hafa brauð með pasta :)]
Til prentunar