Andalæri elduð hægt í eigin fitu, [Confit de canard]
Leiðbeiningarnar eiga við niðursoðin andalæri:
Ofn: taktu andalærin úr dósinni og þurrkaðu fituna af þeim. Leggðu andalærin í ofnfast fat þannig að húðin snúi upp og kryddaðu með salti og pipar. Steiktu lærin í forhituðum ofni við 200°C (180°C með blæstri) í 15 - 20 mínútur eða uns húðin er orðin stökk og hitin inni í vöðvanum hefur náð 75°C. Ljúktu þessu með því að kveikja á ofngrillinu [broiler] í stutta stund uns húðin er nægilega stökk.
Ábending: Í dósinni liggja lærin í andafitu sem þarf að vera fljótandi þegar dósin er opnuð og þess vegna er rétt að hafa dósina í heitu vatnsbaði 2 – 3 klst. áður en hafist er handa. Það er mjög mikilvægt að lærin liggi laus í fitubráðinu þannig að auðvelt sé að lyfta þeim heilum upp og án þess að þau losni í sundur. |
![]() |
Sjá myndstreymi um eldamennsku á andalærum frá grunni