Milljónbuff GK


Nafnið er líklega danskt og frá KV



Efni:
  • 1,5 kg nautahakk
  • 300 g sveppir
  • 720 ml sigtaður tómatmauk (Italian Strained Tomatoes)
  • 2 dósir Canned tomatoes, diced with basil, garlic & oregano (eg.: Hunt's) (411g)
  • 1 dL Lombardo Marsala Cucina eða Portvín
  • 5 hvítlauksrif, fíntsöxuð og kramin
  • 1 msk Ungversk paprika (kryddduft)
  • ½ msk Timian
  • 1 msk Kanill
  • 1 hnefafylli af þurrkuðum og muldum beltisþara
  • 1 msk sjávarsalt
  • 1 tsk pipar
Aðferð

Sveppirnir skornir niður og brúnaðir í smjöri og látnir krauma uns þeir eru orðnir mjúkir og ljósbrúnir.


Nautahakkið er brúnað í ca. 30 g hlutum á pönnu með olíu (avacado) uns kornin skiljast verða grá og skiljast að. Þessu er síðan safnað í öðru íláti, td. í ca. 4 – 5 L potti.


Tómatsósunni og niðursoðnu tómötunum, Lombardo Marsala Cucina, ungversku paprikkunni, hvítlauknum, timian, kanelnum og þurrkaða beltisþaranum blandað út í hakkið og sveppina við ca. 70 – 80°C.

Krydað með pipar og salti eftir þörfum.


Borið fram með grænu salati, grófu súrdeigsbrauði og/eða spaghetti.