Marengsbotn úr brúnum sykri



Efni:
  • 8 eggjahvítur
  • 360 g brúnn sykur

  • 2 botnar
Aðferð:
Best er að nota bökunarpappír og marka á hann hring uþb. 26 cm í þvermál (álíka og stór grunnur matardiskur).

Eggjahvíturnar þurfa að vera við stofuhita og eru þeyttar uns þær hafa stífnað. Brúna sykrinum er bætt útí og þeytt áfram uns þykkur marengsmassi hefur myndast. Marengsmassanum er hellt á bökunarpappírinn innan hringsins og því komið fyrir í miðjum bökunarofni sem hefur verið forhitaður í 110°C með blæstri. Bakað í 80 mínútur.

Slökkt er á ofninum og eru marengsbotnarnir látnir kólna með lokuðum ofninum.

Marengsbotninn er tekin út úr ofninum og losaður varlega frá pappírnum.

Ef botnarnir blæða við botninn getur það stafað af því að eggjahvíturnar hafi verið ofþeyttar.



  • 500 mL rjómi
  • 100 g valhnetur
Hluta af valhnetunum stráð undir neðsta botninn.

Léttþeyttur rjómi blandaður með söxuðum valhnetunum lagður á milli botnana og tertan látin bíða yfir nótt í kaldri geymslu.




Sjá Sådan laver du god marengs.