Panna úr pottjárni undirbúin



Á yfirborði pönnunnar þarf að vera húð af fjöliðaðri og kolaðri fitu.



1
Þvoðu pottjárns pönnuna í volgu sápuvatni. Óhætt er að nota sápu þegar undirbúa á pönnuna fyrir lag af fjölliðaðri og kolaðri fitu í ofni við 175°C – 230°C hita.
2
Þurrkaðu pott-pönnuna vel með pappírsþurrku eða lóarfríu líni. Setja má pönnuna á vægan hita til að ganga úr skugga um að hún hafi þornað fullkomlega.
3
Berðu þunnt lag af repjuolíu á yfirborð pottjárnsins (innan sem utan á pönnunni) með pappírsþurrku. Olíulagið á að vera þunnt og má ekki renna til aða mynda tauma þegar pönnunni er hallað. Þunnt lag er mikilvægt til þess að takist að olían fjölliðist og kolist á yfirborðinu.
Á myndinni er notaður úðabrúsi með olíu unninni úr repju.
4
Forhitaðu bakarofninn í 170°C – 230°C. Settu álfólíu undir greindina til að taka við hugsanlegum leka af olíu. Pannan er sett á grindina í ofninum miðjum og bakað í klukkustund.
5
Slökktu á ofninum og leyfðu pönnunni að kólna með ofninum. Á þann hátt festist fjölliðaða og kolaða olían vel við yfirborð pottjárnsins.

Þessar leiðbeiningar eru teknar af síðu Lodge