Kúrbítur [Cucurbita pepo subsp. pepo convar. giromontiina]


En: Zucchini; Dk: squash; De: Zucchini



Kúrbítur [Cucurbita pepo] er yrki plöndu af ætt graskerja [Cucurbitaceae]. Fjölmörg afbrigði eru ræktuð sem fóður-, olíu-, grænmetis-, lækninga- og skrautplanta.

Kúrbítur inniheldur fáar kaloríur en mikið af vítamínum og næringarefnum svo sem C-, A- og B- vítamín ásamt kalíum. Kúrbítur er talinn bólgueyðandi, styrkir ónæmiskerfi okkar og bætir meltinguna. Mjög gott er að steikja kúrbít á pönnu eða baka í ofni ásamt öðru grænmeti. Einnig er kúrbítur góður í heita grænmetisrétti.
Kúrbítur
Gullinn kúrbítur
Völd yrki: frá vinstri og réttsælis: pattypan-grasker, gulur suamr-kúrbítur, stór kúrbítur og grasker.