Kúmen [Cuminum cyminum]


[En. Caraway, meridian fennel og Persian cumin; Dk: kommen; De: Echter Kömmel]



Kúmen er jurt af sveipjurtaætt. Kúmen er notað sem krydd í brennivín og bakstur. Það vex villt á Íslandi ma. í Viðey. Skúli fógeti flutti kúmen til Viðeyjar, hann mun hafa sótt það austur að Hlíðarenda, en Gísli Magnússon, sýslumaður þar, einn af fyrstu íslensku náttúrufræðingunum jafnan nefndur Vísi Gísli, mun hafa flutt plöntuna til íslands um 100 árum áður en Skúli settist að í Viðey, þ.e. um 1760. Á haustin er oft farið í ferðir út í Viðey til að tína kúmen.
Kúmenfræ
Kúmen má nota á marga vegu en Linda notar það aðallega í brauð, súpur og pottrétti. „Það má líka nota kúmen í kaffi og te, setja það út í heita mjólk, nota í allskonar bakstur og í gamla daga var til kúmenostur. Þá hef ég heyrt af því að sumir vilji kúmenbragð í laufabrauð. Þá er kúmen sett út í vökvann sem er settur út í laufabrauðsdeigið og það er síað frá svo kúmenið sjálft fari ekki í laufabrauðið, bara bragðið.