Klettasalat   [Eruca sativa]


[En: rocket, arugula; Dk: rucola, sennepskål; De: Senfrauke]


Klettasalat er græn fjölær jurt af krossblómaætt sem líkist salati með löng og mjó blöð. Blöðin eru bragðmikil með beiskum keim og eru yfirleitt borðuð hrá. Þau innihalda mikið af C-vítamíni og járni. Klettasalatblöðin eru skrautleg og lífga því upp á alla rétti.