Soð, seyði og kjöt- eða grænmetiskraftur
Soð er búið til með því að sjóða bein, liði og bandvefi í 3-4 tíma. Með því að láta beinin malla í lengri tíma þá byrja næringarefni, eins og kollagen, að losna úr beinunum. Gelatín myndast úr kollageninu og gefur soðinu hlaupkennda áferð þegar það er kælt. Í sumt soð er bætt við kryddi, kryddjurtum og grænmeti og annað er bara haft hreint .[Dk: fond; En: stock, bone broth; De: Grundbrühe; Fr: fond] |
![]() |
Seyði er fremur ljós vökvi sem er soðinn úr kjötafgöngum, til að mynda kjúklingi eða lambi, nú eða ýmis konar grænmetisafgöngum. Seyði er léttara miðað við soð og er eldað frá 45 mín og upp í 2 klst. Líkt og með soðið er hægt að bragðbæta seyðið með kryddjurtum og grænmeti. Í einstaka tilfellum er beinum bætt út í seyði. Þar sem seyðið hefur mun styttri suðutíma losnar kollagen ekki af neinu ráði úr beinunum og því hleypur seyði ekki. Það er því að sama skapi minna af þeim góðum næringarefnum sem hægt er að finna í beinunum. [Dk: bouillon; En: broth; De: Brühe; Fr: bouillon (cuisine)] |
![]() |
Kjöt- eða grænmetiskraftur er soð eða seyði sem búið er að sjóða niður að stórum hluta og er ýmist selt sem fljótandi þykkni, í duftformi eða teningum. Gæði kraftsins er æði mismunandi og oft eru notuð kynstrin öll af aukaefnum til þess að ná fram rétta bragðinu. [Dk: bouillonterning; En: bouillon cube, stock cube; De: Brühwürfel; Fr: Bouillon cube] |
![]() |
Kalkúnkraftur |
![]() |
Humarkraftur |
![]() |
Heimildir: | ||
1 | Bone & Marrow |