Kjötbollur — „frikadeller“


„De bedste Frikadeller“



Efni:
  • 500 g nautakjöt
  • 1 ½ dL hafragrjón
  • 2 dL kaldur kjötkraftur (td. úr súput.)
  • 1 – 2 egg
  • 2 vel kramdir hvítlauksgeirar
  • 1 saxaður laukur
  • 1 tsk svartur pipar
  • salt
Framkvæmd:

Laukurinn er mýktur á pönnu með feiti við vægan hita.


Öllu blandað saman og látið standa í 1 – 2 klst. Bollur mótaðar úr kjötblöndunni og skammti sem passar fyrir pönnuna komið fyrir á diski.


Bollunum á diskinum er komið fyrir samtímis á pönnunni og þær steiktar á annarri hliðinni í 1 mín. við fremur háan hita (8/9) og síðan látnar krauma við lægri hita (6/9) í 3 mín. Bollunum er svo snúið við og steikingin endurtekin á sama hátt á hinni hliðinni.


Ágætt er að láta bollurnar jafna sig á bakka í 50 - 100°C heitum ofni í 10 - 15 mínútur.