Kíví, kívíávöxtur, loðber


[Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis], [En: kiwi,]



Kívíávöxturinn vex í tempruðu loftslagi og er á stærð við stórt hænuegg og er með loðnu brún- eða grænleitu hýði sem yfirleitt er ekki borðað. Innan hýðisins er grænt aldinkjöt með smáum ætum fræum.

Tegundin Actinidia deliciosa er ættuð frá suðaustanverðu Kína og á láglendinu þar er tegundin Actinidia chinensis mjög algeng. Aðrar skyldar tegundir eða yrki finnast enn norðar.

Nafnið er ættað frá Nýja-Sjálandi og frá þeim tíma þegar farið var að flytja kívíávöxtinn út þaðan og átti nafnið að minna á kívífuglinn.

Kívíávöxturinn er mjög C-vítamínríkur og hann inniheldur einnig A- og E-vítamín. Kalíum innihaldið er heldur minna en í banönum.
Neðst í blómbotninum er harður gaddur eða þorn. Auðvelt er að ná honum með því að rista á hýðið umhverfis og snúa blómbotninn lausan.