Kínóa, [Chenopodium quinoa]

Kínóa, quinoa, er tegund plantna sem hefur verið þekkt og ræktuð planta í Andesfjöllum í um 5.000 ár. Plönturnar eru lítið krefjandi og þrífast upp í 4200 m hæð. Hin náskylda og álíka notaða Chenopodium pallidicaule (Cañihua) er ræktuð upp í 4550 m hæð.


Litlar einfræja hnetur þessara plantna, sem eru að meðaltali um 1–2 mm að stærð og um 1–5 mg að þyngd, eru mikilvæg grunnfæða frumbyggja sem búa á svæðum sem liggja hátt enda ekki hægt að rækta maís í þessari hæð. Þyngd þúsund korna er um það bil 1–5 g.

Chenopodium quinoa

Quinoa er beiskt á bragðið en með því að skola það vel undir rennandi köldu vatni í sigti losnið þið við beiska bragðið. Best er að skola vel eða í amk. 2 mínútur og nota hendurnar til að velta korninu undir vatninu.


Noa skal helmingi meira af vatni en korninu þegar þau soðin (1dl quinoa á móti 2dl vökvi) Það tekur uþb. 20 mínútur að sjóða það eða uþb. 10 mínútur ef fræin hafa legið í bleyti yfir nótt.


Til að bæta bragðið má bæta kjúklingakraftir út í vatnið.

Kínoa-fræ