Jarðarber, Fragaria ananassa


En: Strawberries; Dk: jordbær; De: Erdbeeren; Fr: Fraise



Plantan [La: Fragaria] er af ættkvísl rósaættar. Það eru fleiri en 20 greindar tegundir og mörg afbrigði og yrki. Þekktustu jarðarberin sem ræktuð eru til sölu svokölluð garða-jarðarber þekkt sem Fragaria ananassa. Jarðarber eru mikilvæg sem verslunarvara og ræktuð víða í löndum með temprað loftslag
Jarðarber eru ekki ber samkvæmt skilningi orðsins heldur blómbotninn sem ber hinar raunverulegu gulu og smáu hnetur sem liggja á honum.
Hneturnar á yfirborði blómbotns „jarðarbersins“.